Andlitsmeðferðir með raftækjum

Andlitsmeðferð þar sem notuð er byltingarkennda öldrunartækni sem hjálpar til að vinna á slakri húð. Stuðlar að lyftingu og stinningu húðar.

Hydra Neck – Stinnandi háls og kjálkameðferð

Meðferð sem notast við byltingarkennda öldrunartækni sem hjálpar að vinna á slakri húð á hálsi og kjálkasvæði. Tækið vinnur einnig á fínum línum og hjálpar til að stinna og slétta húðina ásamt því að hjálpa til að lina verki í hálsi og öxlum.

Pulse – Lyftandi og stinnandi meðferð

Andlitsmeðferð sem sameinar EMS, LED og örnudd á andlit og háls. Stuðlar að lyftingu, stinningu og eykur kollagen og elastín í húð ásamt því að veita ljóma í húð. Meðferðin byggist á vöðvaþéttingu og andlitslyftingu sem eykur stinnleika á andliti og hálsi sem leiðir til sléttari og áferðarfallegri húð. Vöðvar eru styrktir og húðin virðist stinnari og unglegri. Meðferðin inniheldur bæði nudd og lúxus gúmmímaska sem er settur á andlit og háls.

Ultrasound - Hljóðbylgjumeðferð

Hér er mjög áhrifarík og húðþéttandi meðferð þar sem notast er við hljóðbylgjur til að lyfta, þétta og styrkja húðina ásamt því að auka innsíun hennar. Hljóðbylgjurnar berast niður í dýpstu húðlögin og þannig náum við að örva endurnýjun og kollagen framleiðslu húðarinnar að nýju.

Nudd ásamt lúxus gúmmímaski sem settur er á andlit og háls.

LED - Ljósameðferð

LED tækið samanstendur af rauðu, bláu grænu LED ljósi og er meðferðin sársaukalaus. Hver ljós hefur sína eiginleika og fer það eftir húðgerð eða markmiði hvaða ljós er notað í hver skipti. LED ljósameðferð er notuð til að meðhöndla hina ýmsu húðsjúkdóma ásamt því að stuðla að heilbrigði húðar.  Meðferðin dregur úr hrukkum og línum, eykur kollagen og elastínframleiðslu, örvar blóðstreymi og jafnar húðlit. Meðferðin hentar öllum húðgerðum, einnig acne og rósroðahúð. Meðferðin inniheldur lúxus gúmmímaska sem er settur á andlit og háls.

Scroll to Top