Eyrún Þorleifsdóttir, útskrifaðist af snyrtibraut í Fjölbraut í Breiðholti árið 2008 og hefur starfað við fagið síðan þá. Hún lauk sveinsprófi árið 2009 og bætti svo við sig meistararéttindum vorið 2016. Eyrún hefur unnið á hinum ýmsu stofum í gegnum árin ásamt því að reka sjálf stofu.
María Rún útskrifaðist af Snyrtifræðibraut í Fjölbraut Breiðholti 2020 og hlaut þar verðlaun fyrir góðan námsárangur. Áður hafði María Rún unnið við þjónastarf og hlaut þá einnig verðlaun fyrir góðan námsárangur árið 2013 þegar hún lauk námi sínu frá Hótel og Veitingaskólanum. Hún bætti við sig meistararéttindum vorið 2024.