Andlitsmeðferðir

Fjölbreytt úrval andlitsmeðferða í boði fyrir mismunandi húðgerðir.

Húðhreinsun

Húðin er yfirborðshreinsuð og djúphreinsuð áður en gufa er notuð til þess að hita húðina vel fyrir kreistun. Eftir kreistun er hreinsandi ampúlu strokið í léttum hreyfingum á andlit og háls. Því næst er settur maski á húðgerð og sérvalin krem í lok meðferðar.

Húðslípun

Húðslípun bætir áferð húðar og hentar því vel fyrir óhreina og grófa húð til að slétta yfirborð hennar. Húðslípun vinnur einnig á fínum línum og hrukkum, örum í húð, exemhúð og bólum og því er meðferðin hentug fyrir allan aldur.

Bakhreinsun

Þessi meðferð hentar vel fyrir þá sem vantar aukna hreinsun á baksvæði. Húðin er yfirborðshreinsuð, djúphreinsuð, hituð með gufu og hreinsað upp óhreinindi úr húð með kreistun.

Nudd og maski

60 mínútna dekur, þar sem húðin er yfirborðshreinsuð og djúphreinsuð með kornakremi. Þar á eftir er 20 mínútna andlits og herðanudd ásamt höfuðnuddi. Maski og sérvöld krem í lok meðferðar.

Ávaxtasýrur

Sýrumeðferð er góð leið til þess að styrkja varnir húðar, jafna húðlit, auka raka húðar, minnka opnar húðholur og slétta húð. Sýrumeðferð er einnig góður kostur fyrir þær sem vilja sporna eða vinna gegn öldrun húðar.

Derm acte C-vítamín meðferð

Meðferð sem vinnur á litabreytingum í húðinni. Húðin verður bjartari og með jafnari áferð. Meðferðin er rakagefandi og vinnur á öldrunareinkennum. Húðin er hreinsuð, nudduð með C vítamíni, maski sem birtir húðina og á meðan eru höfuð nuddað.

Derm acte Moisturizing Treatment

Einstaklega rakagefandi og andoxunar rík meðferð. Húðin verður rakameiri og vernduð gegn utanaðkomandi áhrifum. Húðin er djúphreinsuð, hlaðin með virkum rakagefandi serum sem eru nudduð inn í húðina, í lok meðferðar er maski.

Derm acte cupping pro

Bandvefslosunar meðferð þar sem unnið er með sogskálar í nuddhreyfingum. Unnið er með andlit, háls og bringu. Meðferðin vinnur á bólgum í húð, örvar sogæðakerfið, losar um eiturefni í húð, örvar blóðflæði og örvar kollagen og elastín framleiðslu. Merðferðin tekur 50 mínútur.

Academie Detox meðferð

Meðferðin er djúphreinsandi, þriggja stiga meðferð sem endurheimtir ljóma húðarinnar. Unnið er með örvandi nuddtækni. Nudd á andlit og herðar. Hentar öllum húðgerðum, nema þeim allra viðkvæmustu. Hægt að velja 30 og 60 mínútur.

Academie radiance/súrefnismeðferð

Þessi meðferð vekur upp náttúrulegan ljóma húðarinnar. Súrefnismeðferð sem vinnur gegn ójafnvægi í húðinni og tónar hana. Meðferðin verndar húðina gegn utanaðkomandi megnun og tekur í burtu dauðar húðfrumur á yfirborði húðarinnar.

Academie Hydraderm rakameðferð

Rakameðferðin frá Academie gefur húðinni djúpann raka og húðin verður fyllri og mýkri við viðkomu auk þess fær hún aukinn ljóma.

Academie Pure hreinsimeðferð

Hreinsandi og mattandi meðferð sem dregur saman húðholur og sléttar yfirborð húðar. Meðferðin dregur úr bólgum og hjálpar til við minnkum á olíuframleiðslu.
 Meðferðin inniheldur andlits,- og herðanudd og því tilvalin meðferð fyrir þá sem vilja sjá árangur og fá dekur í leiðinni.

Academie rósroðameðferð

Róandi og nærandi meðferð sem minnkar ásýnd roða og viðkvæmni í húðinni. Áferð húðar verður bjartari og jafnari. Meðferðin inniheldur hreinsun, nudd og virk efni sem eru látin liggja á húðinni.

Acedemie Kollagen meðferð

Endurnærandi meðferð sem gefur orku og líf í húðina. Húðin er yfirborðshreinsuð, djúphreinsuð og þar á eftir er sett virk ampúla á andlit og háls. Hápunktur meðferðarinnar er kollagenmaski sem djúpnærir húðina, nudd og sérvöld krem.

Academie Pro Age meðferð

Academie Pro Age meðferðin skilur húðina eftir þéttari og fyllri, grynnkar á fínum línum ásamt því að skerpa á andlitsdráttum. Þessi meðferð er dásamleg alla sem vilja aukna þéttingu í húð ásamt því að auka ljóma og minnka þreytumerki.

Scroll to Top